Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frammistaða upp á tíu hjá Bale - Það sem hefði getað orðið
Mynd: Getty Images
Gareth Bale átti stórkostlegan leik þegar Tottenham vann 4-0 sigur á Sheffield United í kvöld.

Bale skoraði þrennu fyrir Spurs í leiknum og fór fyrir sínu liði. Tottenham er komið upp í fimmta sæti og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.

Bale er á láni frá Real Madrid en hann fékk ekki alltaf traustið hjá Jose Mourinho, sem var rekinn frá Tottenham á dögunum. Bale hefur einnig glímt við meiðsli á tímabilinu hér og þar.

Bale skilaði í kvöld frammistöðu upp á tíu að mati staðarmiðilsins football.london.

„Þrjár afgreiðslur úr efstu hillu og hann er kominn með átta mörk í síðustu átta leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Þetta sýnir hvað hefði getað orðið ef hann hefði spilað meira á tímabilinu," segir í umsögn um frammistöðu Bale.


Athugasemdir
banner
banner
banner