banner
   sun 02. maí 2021 15:40
Victor Pálsson
Stal hornfána á Old Trafford - Fagnað með félögunum
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita er búið að fresta leik Manchester United og Liverpool sem átti að hefjast klukkan 15:30.

Það voru mikil mótmæli á Old Trafford fyrr í dag þar sem stuðningsmenn Man Utd brutust inn á völlinn.

Þar var verið að mótmæla eigendum Man Utd, Glazer fjölskyldunni, sem er langt frá því að vera í uppáhaldi á meðal stuðningsmanna. Margir heimta að félagið verði selt og það strax.

Stuðningsmenn voru með mikil læti og var einum hornfána vallarins til að mynda stolið. Einnig mættu þónokkrir með blys og kveiktu í þeim innan vallar.

Einn stuðningsmaður liðsins sást síðar með hornfánann fyrir utan bar nálægt vellinum og fagnaði þar með félögum sínum.

Mynd af því má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner