Sveinn Aron Guðjohnsen ræddi við Fótbolta.net eftir landsliðsæfingu á æfingsvæði Bröndby á þriðjudag. A-landsliðiðið mætir Ísrael í kvöld.
„Mér líst mjög vel á leikinn, þetta verður hörkuleikur og við ætlum okkur að vinna hann."
„Mér líst mjög vel á leikinn, þetta verður hörkuleikur og við ætlum okkur að vinna hann."
Býstu við að vera í byrjunarliðinu á móti Ísrael? „Það kemur bara í ljós,"
Svenni, sem er leikmaður Elfsborg í Svíþjóð, segist vera í toppstandi. „Manni langar alltaf að spila meira en ég er alltaf inn í þessu, alltaf að koma inná og er búinn að skora þrjú mörk á tímabilinu."
Hann kom til Elfsborg síðasta sumar eftir eitt ár hjá OB í Danmörku. „Já, ég er mjög ánægður með skiptin, búinn að vera mjög ánægður í Elfsborg síðan ég mætti. Flott 'move'."
Hann segir að hann og liðsfélagi sinn, Hákon Rafn Valdimarsson, séu duglegir að gera eitthvað saman í frítíma sínum.
Athugasemdir