De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
banner
   fös 02. júní 2023 07:53
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Skoruðu átta mörk í fyrri hálfleik
watermark Alda Ólafsdóttir skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútum leiksins
Alda Ólafsdóttir skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútum leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Unnur Ýr gerði fyrra mark ÍA
Unnur Ýr gerði fyrra mark ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölniskonur voru í gírnum þegar liðið slátraði KH, 8-2, í 2. deild kvenna á þriðjudag.

María Eir Magnúsdóttir og Alda Ólafsdóttir skoruðu báðar þrennu í fyrri hálfleiknum gegn KH. Alda skoraði þrennu á 16 mínútum.

Anna María Bergþórsdóttir skoraði þá tvö. Í síðari hálfleik gerði Ágústa María Valtýsdóttir tvö fyrir KH. Þetta var annar sigur Fjölnis sem er í 6. sæti með 6 stig en KH er án stiga á botninum.

ÍA vann þá ÍR, 2-1, á Akranesi. Unnur Ýr Haraldsdóttir gerði fyrra mark ÍA á 27. mínútu áður en Marey Edda Helgadóttir bætti við öðru átta mínútum fyrir lok leiks. Lovísa Guðrún Einarsdóttir minnkaði muninn undir lokin.

ÍA er á toppnum með 13 stig eftir fimm leiki en ÍR í þriðja sæti með 10 stig.

Úrslit og markaskorarar:

ÍA 2 - 1 ÍR
1-0 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('27 )
2-0 Marey Edda Helgadóttir ('82 )
2-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('90 )

KH 2 - 8 Fjölnir
0-1 María Eir Magnúsdóttir ('2 )
0-2 Alda Ólafsdóttir ('5 )
0-3 Alda Ólafsdóttir ('8 )
0-4 Anna María Bergþórsdóttir ('12 )
0-5 Alda Ólafsdóttir ('16 )
0-6 Anna María Bergþórsdóttir ('31 )
0-7 María Eir Magnúsdóttir ('33 )
0-8 María Eir Magnúsdóttir ('40 )
1-8 Ágústa María Valtýsdóttir ('48 )
2-8 Ágústa María Valtýsdóttir ('81 )
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 20 14 3 3 61 - 28 +33 45
2.    ÍA 20 13 2 5 68 - 28 +40 41
3.    Haukar 20 12 4 4 65 - 18 +47 40
4.    Fjölnir 20 11 3 6 77 - 34 +43 36
5.    Einherji 19 12 0 7 50 - 23 +27 36
6.    ÍH 20 11 2 7 49 - 38 +11 35
7.    Völsungur 20 11 1 8 38 - 33 +5 34
8.    Álftanes 19 8 5 6 53 - 33 +20 29
9.    KH 20 2 2 16 35 - 74 -39 8
10.    Sindri 20 2 1 17 16 - 113 -97 7
11.    Smári 20 1 1 18 13 - 103 -90 4
Athugasemdir
banner
banner