Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fös 02. júní 2023 22:44
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Þróttarar skelltu ÍR-ingum
watermark Þróttarar unnu góðan sigur á ÍR
Þróttarar unnu góðan sigur á ÍR
Mynd: Þróttur V.
Þróttur V. er fyrsta liðið til að vinna ÍR í 2. deildinni í sumar en liðið vann öruggan 3-0 sigur á Vogaídýfuvellinum í kvöld.

Guðni Sigþórsson skoraði undir lok hálfleiksins áður en Kári Sigfússon tvöfaldaði forystuna á 62. mínútu. Adam Árni Róbertsson gerði þá út um leikinn sextán mínútum síðar.

Þessi sigur fleytir Þrótturum upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig en ÍR er áfram á toppnum, með betri markatölu.

KFA og Höttur/Huginn gerðu 1-1 jafntefli í Fjarðabyggðarhöllinni. Víðir Freyr Ívarsson gerði mark Hattar/Hugins á 39. mínútu en Esteban Selpa jafnaði þegar tæpur hálftími var eftir.

KFA er í þriðja sæti með 9 stig en Höttur/Huginn í 7. sæti með 5 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KFA 1 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Víðir Freyr Ívarsson ('39 )
1-1 Esteban Selpa ('66 )

Þróttur V. 3 - 0 ÍR
1-0 Guðni Sigþórsson ('45 )
2-0 Kári Sigfússon ('62 )
3-0 Adam Árni Róbertsson ('78 )
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Dalvík/Reynir 22 13 6 3 45 - 23 +22 45
2.    ÍR 22 13 2 7 55 - 28 +27 41
3.    KFA 22 11 8 3 45 - 24 +21 41
4.    Þróttur V. 22 11 5 6 42 - 30 +12 38
5.    Víkingur Ó. 22 11 5 6 42 - 34 +8 38
6.    Höttur/Huginn 22 10 3 9 34 - 38 -4 33
7.    Haukar 22 9 4 9 36 - 36 0 31
8.    KFG 22 9 3 10 41 - 40 +1 30
9.    Völsungur 22 8 1 13 33 - 38 -5 25
10.    KF 22 8 1 13 36 - 49 -13 25
11.    Sindri 22 4 5 13 25 - 53 -28 17
12.    KV 22 2 3 17 18 - 59 -41 9
Athugasemdir
banner
banner
banner