Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2020 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sergio Ramos raðar inn mörkunum
Ramos sá til þess að Real Madrid er með fjögurra stiga forskot.
Ramos sá til þess að Real Madrid er með fjögurra stiga forskot.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos tryggði Real Madrid sigur á Getafe með marki úr vítaspyrnu þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það var hart barist í leiknum og átti Real Madrid í basli með að brjóta ísinn. Það tókst loksins á 79. mínútu þegar Ramos skoraði af vítapunktinum eftir að brotið var á Dani Carvajal. Ramos verið frábær að undanförnu og skorað fjögur mörk í síðustu sex leikjum Real Madrid.

Það var mjög mikilvægt fyrir Real að ná í sigur en liðið er með fjögurra stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Bæði Real Madrid og Barcelona eiga eftir að spila fimm leiki.

Osasuna vann 2-0 sigur á Eibar og Real Sociedad vann langþráðan sigur gegn botnliði Espanyol í hinum leikjum kvöldsins. Útlit er fyrir að Espanyol spili í B-deild á næstu leiktíð, en liðið er níu stigum frá öruggu sæti.

Eibar 0 - 2 Osasuna
0-1 Ruben Garcia ('6 )
0-2 Ruben Garcia ('74 )

Real Madrid 1 - 0 Getafe
1-0 Sergio Ramos ('79 , víti)

Real Sociedad 2 - 1 Espanyol
0-1 David Lopez ('10 )
1-1 Willian Jose ('56 )
2-1 Aleksander Isak ('84 )


Athugasemdir
banner
banner
banner