Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 02. júlí 2020 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling: Vildum eiga góðan leik gegn þeim
Raheem Sterling átti góðan leik gegn gömlu félögunum.
Raheem Sterling átti góðan leik gegn gömlu félögunum.
Mynd: Getty Images
„Þeir (Liverpool) hafa verið magnaðir allt tímabilið. Við vildum eiga góðan leik gegn þeim," sagði Raheem Sterling, leikmaður Manchester City og fyrrum leikmaður Liverpool, eftir 4-0 sigur í kvöld

Sterling átti flottan leik og var skotskónum í fyrri hálfleik. Það var þá brotið af honum í vítaspyrnunni sem braut ísinn í leiknum.

„Við erum byrjaðir að undirbúa okkur fyrir næsta tímabil. Við gerðum flotta hluti."

Manchester City er 20 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool.

„Þetta er lið sem er að þróast og breytast. Þið sjáið hvað Phil (Foden) er þroskaður miðað við aldur. Ég held að við munum eiga flotta leikmenn í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner