Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 13:29
Brynjar Ingi Erluson
Frá Bologna til Brentford - Skrifar undir fimm ára samning
Aaron Hickey
Aaron Hickey
Mynd: EPA
Skoski vinstri bakvörðurinn Aaron Hickey mun gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford í næstu viku áður en hann skrifar undir fimm ára samning en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Hickey er 20 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur spilað með Bologna á Ítalíu síðustu tvö árin.

Hann kom til félagsins frá Hearts í Skotlandi og náði strax að vinna sér sæti í liði Bologna.

Á þessum tveimur árum hefur hann spilað 47 leiki í Seríu A og gert fimm mörk.

Hickey er nú reiðubúinn í að spila í ensku úrvalsdeildinni en Brentford hefur komist að samkomulagi við Bologna um að kaupa leikmanninn á 14 milljónir punda.

Hann mun halda til Englands í næstu viku og gangast undir læknisskoðun áður en hann krotar undir fimm ára samning.

Skotinn verður fyrsti leikmaðurinn sem Thomas Frank fær til félagsins í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner