Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 13:22
Brynjar Ingi Erluson
U16 kvenna: Tap í fyrsta leik á Norðurlandamótinu
U16 ára landsliðið tapaði fyrir Noregi í gær
U16 ára landsliðið tapaði fyrir Noregi í gær
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði fyrir Noregi, 5-2, í fyrsta leik Norðurlandamótsins í gær, en mótið fer fram í Noregi.

Emelía Óskarsdóttir og Bergdís Sveinsdóttir gerðu mörk íslenska liðsins.

Norðmenn komust yfir áður en Emelía jafnaði en Noregur náði forystunni aftur áður en flautað var til leiksloka.

Heimakonur gerðu þá þrjú mörk í síðari hálfleiknum áður en Bergdís minnkaði muninn fimm mínútum fyrir leikslok.

Ísland mætir næst Indlandi í undanúrslitum um 5.-8. sæti á mótinu. Leikurinn fer fram mánudaginn 4. júlí í Strommen.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner