Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 02. ágúst 2022 16:53
Elvar Geir Magnússon
Chukwuemeka fer til Chelsea (Staðfest)
Chelsea hefur tilkynnt um samkomulag við Aston Villa um kaupverðið á enska unglingalandsliðsmanninum Carney Chukwuemeka.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er Chelsea að greiða um 20 milljónir punda fyrir miðjumanninn sem gengst undir læknisskoðun hjá Chelsea á morgun.

Hann mun skrifa undir samning til 2028.

Chukwuemeka er 18 ára gamall og varð Evrópumeistari með U19 landslið Englands fyrr á þessu ári.

Hann á þrettán leiki að baki fyrir aðallið Aston Villa.




Athugasemdir