Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 02. ágúst 2022 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Barcelona á leið til Bournemouth?
Neto er líklega á förum frá Barcelona
Neto er líklega á förum frá Barcelona
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Neto gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina eftir allt saman en hann er í viðræðum við nýliða Bournemouth. Sky Sports greinir frá.

Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur verið varamarkvörður Barcelona síðustu þrjú ár en hann kom þá til félagsins frá Valencia.

Á þessum þremur árum hefur hann spilað 21 leik og því verið til taks þegar Marc-André ter Stegen hefur meiðst.

Barcelona er nú reiðubúið að losa sig við hann en Fulham átti möguleika á því að fá hann í glugganum en valdi í staðinn að fá Bernd Leno frá Arsenal. Fulham staðfesti kaup á honum fyrr í kvöld og fékk því Bournemouth tækifæri til að stela Neto.

Enska félagið er í viðræðum við Barcelona um Brasilíumanninn en hann mun berjast við Mark Travers um markvarðarstöðuna.

Travers, sem er uppalinn hjá Bournemouth, tók við stöðu aðalmarkvarðar á síðustu leiktíð í fyrsta sinn og hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild á nýjan leik. Samkeppnin um stöðuna var hins vegar ekki mikil en koma Neto gæti svo sannarlega hrist upp í hlutunum.
Athugasemdir
banner
banner