Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. ágúst 2022 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil missir af báðum leikjunum gegn Breiðabliki
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Heimsmeistarinn Mesut Özil mætir ekki á Kópavogsvöll á fimmtudaginn.

Breiðablik spilar við Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikur liðanna núna á fimmtudag. Özil verður ekki með þar.

Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

Nacer Chadli, fyrrum leikmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, mætir ekki heldur með tyrkneska liðinu í Kópavoginn. Hann er allavega ekki á leikmannalista Basaksehir fyrir leikinn.

Á listanum eru samt sem áður leikmenn eins og Lucas Biglia og Stefano Okaka, sem eiga landsleiki að baki fyrir Argentínu og Ítalíu.

Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir fer fram á fimmtudaginn.

Sjá einnig:
Breiðablik mætir liði sem vann Manchester United
Athugasemdir
banner