Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fös 02. ágúst 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak kveður liðsfélaga sem fer í skóla hjá Fabregas
Yannik Engelhardt.
Yannik Engelhardt.
Mynd: Como
„Gangi þér vel, vinur minn," skrifar landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson á Instagram við félagaskipti miðjumannsins Yannik Engelhardt.

Ísak og Engelhardt spiluðu saman á miðjunni hjá Fortuna Düsseldorf á síðustu leiktíð.

Engelhardt gekk í gær í raðir Como sem var að komast upp í ítölsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð.

Þjálfari Como er Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal, Barcelona og Chelsea.

„Hann kemur inn með mikla orku og gáfur. Við erum spenntir fyrir því að vinna með honum," segir Fabregas.

Engelhardt er 23 ára gamall miðjumaður sem spilaði á sínum tíma tíu landsleiki fyrir yngri landslið Þýskalands. Hann gekk í raðir Düsseldorf á síðasta ári og lék þar lykilhlutverk.

„Ég mun sakna þín á miðjunni í Düsseldorf," segir Ísak.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner