Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   fös 02. ágúst 2024 17:01
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Fermín López funheitur gegn Japan
Fermín López.
Fermín López.
Mynd: EPA
Japan 0 - 3 Spánn
0-1 Fermín López ('11)
0-2 Fermín López ('73)
0-3 Abel Ruiz ('86)

Fermín López, 21 árs miðjumaður Barcelona, skoraði tvö stórglæsileg mörk þegar Spánn vann 3-0 sigur gegn Japan í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna.

Spánn mun mæta Marokkó í undanúrslitum á mánudag.

Japan taldi sig hafa jafnað leikinn í 1-1 en mark liðsins var dæmt af vegna umdeildrar rangstöðu. Fermín López skoraði sitt sextánda mark á tímabilinu og Abel Ruiz, sem er nýgenginn í raðir Girona frá Braga, innsiglaði sigurinn.

Núna klukkan 17 hefst leikur Egyptalands og Paragvæ, klukkan 19 verður svo stórleikur Frakklands og Argentínu. Sigurliðin úr þessum tveimur leikjum mætast í undanúrslitum.



Athugasemdir
banner
banner