Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 02. september 2020 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Féll fyrir fögrum fótbolta þar sem sótt var til sigurs"
Stuðningsmaður West Brom - Lárus Grétarsson
Lárus Grétarsson.
Lárus Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cyrille Regis og Laurie Cunningham.
Cyrille Regis og Laurie Cunningham.
Mynd: Getty Images
Charlie Austin.
Charlie Austin.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hitar vel upp fyrir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

West Brom er spáð 20. og neðsta sæti deildarinnar.

Lárus Grétarsson er stuðningsmaður West Brom og hann svaraði nokkrum laufléttum spurningum.

Ég byrjaði að halda með West Brom af því að... Byrjaði að styðja félagið þegar Big Ron (Atkinson) þjálfaði liðið og fagurkerabolti spilaður. Cyrille Regis og Laurie Cunningham ásamt Bryan Robson voru þrír af toppmönnum liðsins en seldir eins og oft gerist með minni félög þegar einhverjir geta eitthvað.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var upp og niður. Að vera komnir með frábæra stöðu að koma sér upp án teljanlegra vandræða og vera heppnir að lokum að komast beint upp var fáránlegt.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ég hef aldrei farið á The Hawthorns en það er draumur að kíkja þangað.

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag? uppáhaldsleikmaður minn hjá WBA var nían og hinn gríðarlega líkamlega sterki Cyrille Regis sem er því miður fallinn frá fyrir aldur fram.

Akkúrat núna Charlie Austin í uppáhaldi sem ekta nía. Þótt það sé komið að næst síðustu lestarstöð hjá honum er hann fínn í því að koma inn.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Enginn.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Fylgjast með Matheus Pereira. Skapandi leikmaður.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Kante yrði þokkalegur.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Ég er sáttur með stjórann, já.

Einhver ein merkileg saga eða minning sem tengist þér og félaginu? Það er þegar ég var í fótboltaferð með 3. flokki Fram að ég held og fór á æfingamót fyrir timabílið og sá liðið spila í fjögurra liða móti á Ibrox á moti mínu liði í Skotlandi, Rangers. Ég féll fyrir fögrum fótbolta sem liðið spilaði þar sem sótt var til sigurs en ekki bara hangið fyrir aftan miðju og vonast til þess besta.

Hvar mun West Brom enda? Albion endar í 17. sæti.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn WBA fjölmenna á leiki á Ölveri
Draumaliðsdeild Budweiser og Fótbolta.net búin að opna
Athugasemdir
banner
banner
banner