Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 02. október 2019 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Eitt versta gervigras sem ég hef séð
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að félagið muni á morgun spila „á einum versta" gervigrasvelli sem hann hefur séð. United heimsækir hollenska félagið AZ Alkmaar í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Leikurinn er ekki á AFAS-leikvanginum, heimavelli AZ Alkmaar. Þakið á þeim leikvangi hrundi á stúku á vellinum, en sem betur fer slasaðist enginn.

Leikurinn á morgun fer fram á Cars Jeans-leikvanginum. Það er heimavöllur ADO Den Haag, en völlurinn er líka notaður undir landhokkí. Um er að ræða gervigrasvöll.

„Það er allt í lagi þegar þú býrð á Norðurpólnum, eins og við gerum í Noregi," sagði Solskjær um gervigrasvöllinn. „Þetta er einn sá versti sem ég hef séð í langan tíma. Vellirnir eru mikið nútímalegri í Noregi."

Paul Pogba er ekki í hópnum fyrir leikinn á morgun. Pogba hefur verið að glíma við meiðsli og Solskjær treystir honum ekki til þess að spila á gervigrasinu á morgun.

„Ég myndi ekki taka áhættu með hann á gervigrasinu, jafnvel þó svo að hann væri klár í spila," sagði Solskjær.

„Með mín hné þá hef ég ekki notið þess að spila á gervigrasi. Það er allt í lagi með þessa ungu stráka."

Albert Guðmundsson meiddist á vellinum síðastliðinn sunnudag og verður hann ekki með á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner