fös 02. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Jói rýnir í toppslaginn: Blikar sprengju upp leikinn og vinna
Hvað gerist í stórleiknum á morgun?
Hvað gerist í stórleiknum á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður hart barist á Hlíðarenda.
Það verður hart barist á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna, spáir því að Breiðablik muni hafa betur gegn Val í toppslagnum á Origo-vellinum á morgun.

Um er að ræða hálfgerðan úrslitaleik en líkt og í fyrra hafa þessi tvö lið haft mikla yfirburði í deildinni.

Jói rýnir í stórleikinn
Ríkjandi meistarar eru á heimavelli í stórleiknum og það verður að telja eitthvað ætli þær sér sigur. Þó liðin séu í afar áberandi sérflokki í töflunni þetta sumarið þá er eins og Breiðablik séu alltaf aðeins meira afgerandi í sínum leikjum. En sigur er sigur og þrjú stig eru þrjú stig og bæði liðin koma inn í þennan leik með stórsigur á bakinu úr sínum síðastu leikjum.

Þó markadrottningin Berglind Björg sé ekki lengur með Blikum þá virðist það varla skipta máli. Auðvitað skiptir það máli en vélin bara hikstar ekki þrátt fyrir brotthvarf hennar. Hæfileikar í öllum stöðum og á bekknum líka.

Ef Valur nær takti snemma í leiknum verður ekki svo auðvelt að brjóta það á bak aftur. Það er valinn maður í hverju rúmi og mörk í liðinu sem erfitt er að hemja fyrir andstæðinga.

Það eru vonandi allir hættir að efast um að þetta sé stórleikurinn og úrslitaleikurinn og það var í rauninni nánast ljóst þegar mótinu var raðað upp. Það eru verulega fáheyrðir yfirburðirnir sem þessi tvö lið hafa í deildinni og ekkert annað lið á séns í þau þetta sumarið. Það eru 17-18 stig í liðið sem er í þriðja sæti!

Þó Breiðablik sé á útivelli þá er erfitt að horfa framhjá varnarleik liðsins til þessa. Að hafa aðeins fengið 3 mörk á sig í 14 leikjum er ótrúlegt afrek. Elín Metta, Hlín og markamaskínan og bardagaljónið Mist Edvardsdóttir verða að reima markaskóna þétt á sig ef þær ætla sér að koma boltanum í netið.

Valur er með sterkasta markmanninn á landinu og vörnin fyrir framan hana er heldur ekkert grín. Þær þurfa þó að takast á við Sveindísi og Öglu Maríu meðal annarra hæfileikabúnta í Blikaliðinu og það er alvöru verkefni.

Þjálfararnir kunna þetta allt og ljóst er að þeir byrja á að verja markið sitt og skipuleggja varnarleikinn vel. Gangi það eftir hjá báðum er ljóst að annað af tvennu þarf að gerast til að fáum markaleik. Mistök í varnarleik liðanna eða að sóknarmenn eigi stórleik.

Það liggur beinast við að spá mikilli skák þjálfaranna og gæði mæta gæðum á vellinum í hörkuleik sem gaman verður að sjá hvort opnist með marki snemma. Spái því að Valur komist yfir í leiknum en Blikar sprengja upp leikinn í seinni og vinni með 1-2 mörkum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner