Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 02. október 2020 23:00
Victor Pálsson
Mourinho um tímann í Manchester: Vann það sem var hægt að vinna
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segist hafa unnið allt mögulegt með Manchester United eða þá titla sem voru í boði fyrir félagið að vinna.

Mourinho vann þrjá titla á Old Trafford á sínum tíma eða Evrópudeildina, deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn.

United komst einnig í úrslitaleik FA bikarsins tímabilið 2017-2018 og hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Seinna var Mourinho rekinn frá stórliðinu og tók við Tottenham í kjölfarið. Hann mætir sínum gömlu lærisveinum á sunnudaginn.

„Stuðningsmennirnir vita það að ég gaf allt sem ég gat í verkefnið," sagði Mourinho.

„Ég vann það sem var hægt að vinna. Ég vann ekki það sem var ekki í boði að vinna. Ég gaf allt í þetta."

„Ég eignaðist marga vini og kynntist frábæru fólki hjá félaginu. Ég hef bara góðar minningar þaðan en ég verð að gleyma þeim í 90 mínútur því í þessar 90 mínútur vil ég vinna. Þannig er fótboltinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner