Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
banner
   sun 02. október 2022 19:50
Þorsteinn Haukur Harðarson
Jón Sveinsson: Barátta sem við viljum ekki vera í
Jón Sveinsson
Jón Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum og vera öflugra og líklegra liðið í dag. Leiknisliðið er samt sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum og það þarf að hafa mikið fyrir því að vinna þá," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 3-2 sigur liðsins gegn Leikni í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 3 -  2 Leiknir R.

"Tap í dag hefði dregið okkur í baráttu sem við viljum ekki vera í. Það er svolítið skrítin úrslitakeppni framundan og maður var ekki alveg viss hvernig menn kæmu stemmdir í þetta en ég var mjög ánægður með frammistöðuna í dag."

Jón var næst spurður út í framherjann Jannik Holmsgaard sem var frábær í leiknum í kvöld. "Jannik er búinn að vera að stíga upp og eflast með hverjum leiknum. Hann er með hraða og kraft sem er sjaldséður hér á landi og þegar hann er farinn að taka færin sín líka er hann orðinn ansi hættulegur."

Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner