"Mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum og vera öflugra og líklegra liðið í dag. Leiknisliðið er samt sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum og það þarf að hafa mikið fyrir því að vinna þá," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 3-2 sigur liðsins gegn Leikni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 2 Leiknir R.
"Tap í dag hefði dregið okkur í baráttu sem við viljum ekki vera í. Það er svolítið skrítin úrslitakeppni framundan og maður var ekki alveg viss hvernig menn kæmu stemmdir í þetta en ég var mjög ánægður með frammistöðuna í dag."
Jón var næst spurður út í framherjann Jannik Holmsgaard sem var frábær í leiknum í kvöld. "Jannik er búinn að vera að stíga upp og eflast með hverjum leiknum. Hann er með hraða og kraft sem er sjaldséður hér á landi og þegar hann er farinn að taka færin sín líka er hann orðinn ansi hættulegur."
Nánar er rætt við Jón í spilaranum hér að ofan.