Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 02. október 2022 17:17
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Arnór Ingvi og Arnór Sig lögðu upp í sigri - Guðrún með fimm stiga forystu á toppnum
Arnór SIgurðsson lagði upp þriðja mark Norrköping
Arnór SIgurðsson lagði upp þriðja mark Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård
Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason og Arnór Sigurðsson lögðu báðir upp í 3-1 sigri Norrköping á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Häcken missteig sig í toppbaráttunni.

Leikmennirnir tveir voru báðir í byrjunarliði Norrköping ásamt Ara Frey Skúlasyni í dag.

Arnór Ingvi lagði upp mark fyrir Christoffer Nyman á 11. mínútu leiksins og þá lagði Arnór Sig upp þriðja markið fyrir Nyman undir lok leiksins.

Arnór Ingvi fór a velli á 77. mínútu en Arnór Sig á 90. mínútu. Andri Lucas Guðjohnsen kom inná sem varamaður undir lokin. Norrköping er í 10. sæti með 28 stig.

Aron Bjarnason var í byrjunarliði Sirius sem gerði 1-1 jafntefli við AIK. Hann lék allan leikinn en Óli Valur Ómarsson kom inná sem varamaður á 82. mínútu. Sirius er í 12. sæti með 26 stig.

Häcken missteig sig í toppbaráttunni. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Varberg og er nú með jafnmörg stig og Djurgården á toppnum en Djurgården með betri markatölu. Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki með Häcken í dag.

Rosengård skrefi nær titlinum

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn er Rosengård vann 4-2 sigur á Örebro. Berglind Rós Ágúsdóttir gerði annað mark Örebro í leiknum og lék einnig allan leikinn. Rosengård er á toppnum með 54 stig þegar fjórir leikir eru eftir.

Kristianstad er á meðan að missa af toppliðinu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Eskilstuna. Amanda Andradóttir lék allan leikinn fyrir Kristianstad og þá kom Emelía Óskarsdóttir inná sem varamaður á 81. mínútu. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins en það situr í öðru sæti með 49 stig.

Hlín Eiríksdóttir var þá í byrjunarliði Piteå sem gerði 1-1 jafntefli við Hammarby. Hún fór af velli á 85. mínútu. Piteå er í 6. sæti með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner