Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Ari áfram í bikarnum eftir framlengingu
Mynd: Kolding
Danska liðið Kolding er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins eftir að hafa unnið Hvidovre, 2-1, eftir framlengdan leik.

Fylkismaðurinn Ari Leifsson er á mála hjá B-deildarliði Kolding og var í byrjunarliði liðsins í kvöld.

Kolding tók forystuna þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Hvidovre jafnaði seint í uppbótartíma.

Ari fór af velli fyrir framlenginguna en liðsfélagar hans náðu að sigla sigrinum heim með marki á 114. mínútu.

Kolding er komið áfram í 16-liða úrslit þar sem það mætir C-deildarliði BK Frem og má því segja að liðið sé í dauðafæri til að komast í 8-liða úrslit
Athugasemdir
banner
banner
banner