Liverpool til í að berjast við Man Utd um Branthwaite - Southgate líklegastur til að taka við af Ten Hag
banner
   mið 02. október 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa íhugað að velja Brynjólf frá tímanum í Miami
Icelandair
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Brynjólfur Willumsson, leikmaður Groningen í Hollandi, er í landsliðshópnum sem mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði.

Brynjólfur hefur verið að byrja vel í Hollandi eftir félagaskipti sín þangað í sumar og fær núna tækifæri með landsliðinu.

„Við höfum íhugað að velja Brynjólf eftir að hann spilaði með okkur á Miami (í janúar). Hann var mjög góður í leikjunum þar," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.

Það voru sögur um það að Brynjólfur hafi verið nálægt því að vera kallaður inn í síðasta hóp en svo varð ekki.

„Ég hef séð hann spila mikið með Kristiansund. Það félag er nálægt heimili mínu. Ég talaði við hann eftir bikarleik í maí áður en hann fór til Hollands. Hann hefur staðið sig vel þar og skorað mörk. Ég kann vel við viðhorf hans. Hann er agressívur og ætlar sér hluti."

„Hann er öðruvísi sóknarmaður en Orri (Steinn Óskarsson) og Andri Lucas (Guðjohnsen) og getur nýst okkur vel í ýmsum stöðum," sagði Hareide.
Athugasemdir
banner