Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Tipsbladet 
Orri Steinn: Á sitthvað óklárað í Kaupmannahöfn
Orri Steinn í leik með FCK
Orri Steinn í leik með FCK
Mynd: Getty Images

Orri Steinn Óskarsson hefur opnað markareikninginn sinn hjá Real Sociedad en hann skoraði tvennu um síðustu helgi þegar liðið vann 3-0 gegn Valencia.


Orri Steinn gekk til liðs við Sociedad á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar frá FC Kaupmannahöfn.

Danski miðillinn Tipsbladet spjallaði við hann um félagaskiptinn en hann sagði að það hafi verið erfið ákvörðun að yfirgefa danska félagið.

„Ég átti gott samband við stuðningsmenninna, félagið og borgina svo ég mun auðvitað sakna þess mikið. Ég er samt ánægður að vera hjá Real Sociedad núna. Það er mikilvægt að stíga út fyrir þægindaramann einstaka sinnum," sagði Orri.

Orri var síðan spurður að því hvort hann myndi einhverntíman snúa aftur til FCK en þessi tvítugi framherji gekk til liðs við félagið frá Gróttu árið 2020.

„Ég saknaði Kaupmannahafnar viku eftir að ég kom hingað en ég er ánægður að hafa yfirgefið félagið á góðum nótum. Á sama tíma hef ég tilfinningu fyrir því að ég eigi sitthvað óklárað hjá félaginu svo já, það er klárlega áætlunin að koma aftur þegar ég hef gert góða hluti í Evrópu," sagði Orri Steinn.


Athugasemdir
banner
banner