Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   lau 02. nóvember 2024 17:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Snær á skotskónum - Daníel Tristan spilaði sinn fyrsta leik
Davíð Snær Jóhannsson
Davíð Snær Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Tristan Guðjohnsen
Daníel Tristan Guðjohnsen
Mynd: Malmö

Davíð Snær Jóhannsson var á skotskónum þegar Álasund vann Levanger í miklum markaleik í næst efstu deild í Noregi í dag.


Álasund var 3-1 yfir þegar Davíð kom inn á og það tók hann aðeins sex mínútur að bæta við fjórða marki liðsins. Levanger gafst ekki upp og náði að minnka muninn í 4-3 en nær komust þeir ekki.

Óskar Borgþórsson var tekinn af velli í uppbótatíma þegar Sogndal vann 1-0 sigur gegn Kongsvinger. Róbert Orri Þorkelsson spilaði síðasta hálftímann hjá Kongsvinger.

Álasund er í 10. sæti deildarinnar með 37 stig eftir 29 umferðir. Kongsvinger er í 8. sæti með 41 stig og Sogndal er í 12. sæti með 34 stig. Það er aðeins ein umferð eftir og Kongsvinger er einu stigi frá umspilssæti og Sogndal hefur bjargað sér frá falli.

Daníel Tristan Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-2 jafntefli sænsku meistaranna í Malmö gegn Hammarby. Andri Fannar Baldursson spilaði allan leikinn og Eggert Aron Guðmundsson spilaði tæplega klukkutíma þegar Elfsborg lagði Vasteras 1-0.

Eins og fyrr segir hefur Malmö unnið deildina en Elfsborg er í 6. sæti og getur í besta falli endað í 5. sæti en aðeins ein umferð er eftir.

Óskar Sverrisson kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri Varberg gegn Trelleborg í næst efstu deild. Liðið er í 10. sæti með 36 stig.

Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby eru úr leik í enska bikarnum eftir 1-0 tap gegn Wealdstone. Jason spilaði rúman klukkutíma.

Rúnar Þór Sigurgeirsson var tekinn af velli undir lok leiksins í 1-0 tapi WIllem II gegn Twente í hollensku deildinni. Willem II er með 12 stig í 10. sæti eftir ellefu umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner