Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   lau 02. nóvember 2024 19:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
U17: Ísland áfram í næstu umferð eftir sigur á Eistlandi
Icelandair
Mynd: KSÍ

Ísland 3-1 Eistland
Mörk Íslands:
Helgi Hafsteinn Jóhannsson, Ásbjörn Líndal Arnarsson, Guðmar Gauti Sævarsson.
Mark Eistlands: Nikita Kalmökov
Rautt spjald: Ásbjörn Líndal Arnarsson


Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri er komið áfram í aðra umferð undankeppni EM 2025 eftir sigur á Eistlandi í dag.

Helgi Hafsteinn Jóhannsson sá til þess að Ísland var með forystuna í hálfleik. Ástbjörn Líndal Arnarsson bætti við öðru markinu snemma í seinni hálfleik og Guðmar Gauti Sævarsson innsiglaði sigurinn stuttu síðar.

Ásbjörn fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins og Eistland tókst að klóra í bakkann í uppbótatíma.

Tvö efstu lið riðilsins komast áfram en Ísland er með fullt hús stiga eftir sigur á Norður-Makedóníu í fyrsta leik. Spánn er á toppnum en liðin mætast í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner