Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 02. desember 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
England: Klaufaskapur Fred kom ekki að sök - Ronaldo afgreiddi Arsenal
Cristiano Ronaldo skoraði tvennu fyrir United og er nú með sex deildarmörk í ellefu leikjum
Cristiano Ronaldo skoraði tvennu fyrir United og er nú með sex deildarmörk í ellefu leikjum
Mynd: EPA
Martin Ödegaard jafnaði fyrir Arsenal en braut síðan á Jadon Sancho í teignum þegar tuttugu mínútur voru eftir
Martin Ödegaard jafnaði fyrir Arsenal en braut síðan á Jadon Sancho í teignum þegar tuttugu mínútur voru eftir
Mynd: EPA
Manchester Utd 3 - 2 Arsenal
0-1 Emile Smith-Rowe ('13 )
1-1 Bruno Fernandes ('44 )
2-1 Cristiano Ronaldo ('52 )
2-2 Martin Odegaard ('54 )
3-2 Cristiano Ronaldo ('70 , víti)

Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis er Manchester United vann Arsenal á Old Trafford, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ronaldo gerði 800. mark sitt á ferlinum á meðan Ralf Rangnick fylgdist með úr stúkunni.

Arsenal komst yfir með umdeildu marki á 13. mínútu. Gestirnir fengu hornspyrnu sem var hreinsuð út fyrir teiginn. David De Gea, markvörður United, lá eftir í markinu og var Emile Smith Rowe fljótur að átta sig og skaut á markið á meðan De Gea lá í grasinu.

Brasilíski miðjumaðurinn Fred steig á ökklann á De Gea sem varð til þess að hann lá eftir óvígur og sá Martin Atkinson, dómari leiksins, lítið athugavert við atvikið og dæmdi markið gilt.

Þungu fargi var létt af Bruno Fernandes sem skoraði síðan fyrsta mark sitt síðan um miðjan september. Boltinn barst til Fred í teignum, sem framlengdi hann á Bruno og var eftirleikurinn auðveldur.

Rétt áður en flautað var til fyrri hálfleiks vildu leikmenn Arsenal fá vítaspyrnu eftir að Harry Maguire, fyrirliði United, reif Takehiro Tomiyasu niður í teignum eftir aukaspyrnu. Atvikið var ekki skoðað af VAR.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með nokkrum líflegum færum frá báðum liðum áður en Ronaldo kom United yfir. Marcus Rashford kom með sendingu frá hægri inn á Ronaldo og þaðan í netið. 800. mark hans á ferlinum.

Adam var ekki lengi í paradís því Martin Ödegaard jafnaði tveimur mínútum síðar með góðu skoti eftir fyrirgjöf Gabriel Martinelli.

United fékk aðra vítaspyrnu sína á tímabilinu á 69. mínútu er Ödegaard braut á Fred. VAR staðfesti dóminn og var það enn og aftur Ronaldo sem skoraði.

Ronaldo fékk ekki tækifæri til að fullkomna þrennuna en honum var skipt af velli undir lok leiks fyrir Anthony Martial. Góður sigur United gegn Arsenal og liðið með 21 stig í 7. sæti en Arsenal í 5. sæti með 23 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner