Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 02. desember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fór tvisvar í markið eftir að markverðirnir voru reknir af velli
Mame Biram Diouf
Mame Biram Diouf
Mynd: Getty Images
Mame Biram Diouf, fyrrum leikmaður Manchester United, tók að sér öðruvísi hlutverk er lið hans, Hatayaspor, komst áfram í tyrkneska bikarnum í gær.

Diouf var á mála hjá United frá 2009 til 2012 en hann hefur einnig spilað fyrir Hannover, Molde, Blackburn og Stoke.

Hann er í dag að spila með tyrkneska úrvalsdeildarliðinu Hatyaspor og þurfti að spila stöðu sem hann er alls ekki vanur að spila.

Markvörður Hatayaspor, Abdullah Yigiter, var rekinn af velli í uppbótartíma síðari hálfleiks og fór Diouf í markið. Hatayaspor gat notað aukaskiptingu í framlengingunni og stóð hann því aðeins í nokkrar mínútur í markinu.

Það vildi þó ekki betur til en að Yavuz Bugar Boyar, varamarkvörður Hatayaspor, lét einnig reka sig af velli undir lok framlengingarinnar og fór Diouf því aftur í markið fyrir vítakeppnina.

Þar stóð hann sig eins og hetja, þó svo hann hafi ekki varið eina spyrnu. Hann skoraði sjálfur úr fyrstu spyrnunni og andstæðingurinn skaut þá framhjá markinu í næstu spyrnu.

Hann var í boltanum í þriðju spyrnu gestanna en skutlaði sér svo í kolrangt horn í fimmtu spyrnunni en heppnin var með honum því sú spyrna fór í stöngina og Hatayaspor áfram í næstu umferð, 5-4.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner