fim 02. desember 2021 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kórdrengir vita ekki hvar þeir spila á næsta tímabili
Lengjudeildin
Úr leik Kórdrengja á Domusnovavellinum í sumar.
Úr leik Kórdrengja á Domusnovavellinum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kórdrengir verða í Lengjudeildinni á komandi tímabili en ekki er ljóst hvar liðið mun spila heimaleiki sína á komandi tímabili.

Á síðasta tímabili léku þeir á Domusnova-gervigrasvellinum í Breiðholti, við félagsheimili Leiknis. Tímabilin á undan lék liðið í Safamýrinni við félagsheimili Fram. Kórdrengir hafa æft í Breiðholti nú í vetur og einnig í Skessunni í Hafnarfirði.

Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, í dag og spurði hann út í aðstöðumál.

„Nei, við erum ekki nær því að vita hvar við spilum á næsta tímabili. Þau mál eru bara í vinnslu. Það hafa engar formlegar viðræður við Leikni farið fram," sagði Davíð.

Vonist þið til þess að vera áfram í Breiðholti eða viljið þið vera annars staðar?

„Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það í rauninni," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner