Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
   lau 02. desember 2023 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsti leikur Hjartar í rúman mánuð - Þórir Jóhann meiddist í fyrri hálfleik
Hjörtur Hermannsson kom inn af bekknum á fimmtándu mínútu
Hjörtur Hermannsson kom inn af bekknum á fimmtándu mínútu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri
Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson, varnarmaður Pisa og íslenska landsliðsins, spilaði sinn fyrsta leik fyrir ítalska liðið í rúman mánuð er liðið gerði markalaust jafntefli við Cremonese í B-deildinni í dag.

Árbæingurinn hefur ekki verið í myndinni hjá Alberto Aquilani, þjálfara liðsins, í undanförnum leikjum, en það var lán í óláni að hann hafi spilað í dag.

Arturo Calabresi meiddist snemma leiks og kom Hjörtur inn í vörnina í stað hans.

Íslendingurinn gerði góða hluti og hjálpaði liði sínu að halda hreinu. Pisa er í 11. sæti með 18 stig.

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliðinu í 3-1 sigri Venezia á Ascoli, en hann fór af velli á 54. mínútu. Bjarki Steinn Bjarkason kom inn af bekknum á 62. mínútu en Hilmir Rafn Mikaelsson sat allan tímann á varamannabekknum. Venezia er á toppnum með 33 stig.

Þórir Jóhann Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í 1-0 tapi Eintracht Braunschweig gegn Greuther Furth í þýsku B-deildinni.

Meiðslin eru sögð smávægileg og var hann tekinn af velli til að fyrirbyggja frekari meiðsli.

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn í 5-0 sigri Fortuna Düsseldorf á Nürnberg.

Atli Barkarson, Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason spiluðu allan leikinn í 2-0 tapi SönderjyskE gegn Hilleröd í dönsku B-deildinni. SönderjyskE er áfram á toppnum með fjögurra stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner