PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 12:49
Elvar Geir Magnússon
Kristín skaut sínu liði undanúrslitin í bandaríska háskólaboltanum
Kristín Erla er komin í undanúrslitin.
Kristín Erla er komin í undanúrslitin.
Mynd: Víkingur R.
Kristín Erla Johnson hefur verið frábær á þessu tímabili í bandaríska háskólaboltanum og skaut um helgina liði Wake Forest sæti í undanúrslit NCAA deildarinnar.

Hún skoraði af vítapunktinum gegn University of Southern California. Kristín Erla er uppalin í KR en er hjá Víkingi Reykjavík Hún hefur spilað tólf yngri landsleiki fyrir Ísland.

Kristín á því möguleika á að feta í fótspor Dagnýjar Brynjarsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur sem urðu bandarískir háskólameistarar með Florida State fyrir áratug.

Í háskólaboltanum karlamegin eru Sigurður Arnar Magnússon og félagar í Ohio State komnir í 8-liða úrslit. Sigurður Arnar er varnarmaður ÍBV.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner