PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mán 02. desember 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Mikill missir fyrir Chelsea
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Wesley Fofana verður ekki með Chelsea næstu vikur vegna meiðsla aftan í læri en þetta staðfesti Enzo Maresca, stjóri félagsins, í gær.

Chelsea hefur verið í frábæru formi og á Fofana sinn þátt í því að liðið sé farið að nálgast toppliðin á ný eftir að hafa gengið í gegnum mikla lægð síðustu tímabil.

Frakkinn var að spila tólfta leik sinn í deildinni á tímabilinu er liðið mætti Aston Villa í gær en þurfti að fara af velli þegar hálftími var eftir.

Fofana lá í grasinu og hélt utan um læri sitt áður en hann bað um skiptingu. Maresca segir stöðuna ekki góða.

„Þetta eru slæmar fréttir. Hann er með vandamál í vöðva og er útlit fyrir að þetta sé aftan í læri. Yfirleitt eru þetta þrjár, fjórar og jafnvel fimm vikur. Þannig þetta er mikill missir,“ sagði Maresca.
Athugasemdir
banner
banner