fös 03. janúar 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Má horfa á Grealish en ekki snerta hann
Dean Smith, stjóri Aston Villa, gerir sér grein fyrir því að mörg félög girnast miðjumanninn Jack Grealish.

Grealish er fyrirliði Aston Villa en hann hefur skorað átta mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.

Í slúðurpakka dagsins er Grealish orðaður við Manchester United.

„Mörg félög hafa áhuga á honum. Eigendur Aston Villa eru mjög metnaðarfullir í því að festa liðið í sessi sem úrvalsdeildarlið. Til að ná því þarf að halda bestu leikmönnunum," segir Smith.

„Fólk má horfa á Grealish en ekki snerta hann. Við viljum halda okkar bestu leikmönnum g hann er að sýna að hann er einn af þeim bestu í deildinni."
Athugasemdir
banner