Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 03. janúar 2020 14:16
Elvar Geir Magnússon
Reiknar með því að Fernandinho skrifi undir
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist reikna með því að Brasilíumaðurinn fjölhæfi Fernandinho geri nýjan samning við City.

Þessi 34 ára miðjumaður hefur spilað í hjarta varnarinnar á þessu tímabili eftir meiðsli Aymeric Laporte.

Hann er í viðræðum við City um nýjan samning en núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið.

„Ég vil að hann verði áfram og er bjartsýnn á að það verði niðurstaðan," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner