Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er búinn að skora einn mark Manchester United í leik liðsins við Bournemouth en staðan er 1-0 í hálfleik fyrir heimamönnum.
Casemiro skoraði markið á 23. mínútu. Christian Eriksen tók aukaspyrnu inn í teiginn og á nærstöngina þar sem Casemiro var mættur.
Varnarmenn Bournemouth voru sofandi á verðinum og var Casemiro aleinn á nærsvæðinu. Hann skoraði örugglega og gerði þar annað mark sitt fyrir félagið.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Casemiro
Athugasemdir