Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   fös 03. janúar 2025 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
Salah segir að þetta sé sitt síðasta tímabil hjá Liverpool
Egypska stórstjarnan Mohamed Salah er líklega ekki að fara að framlengja samning sinn við Liverpool sem rennur út eftir tímabilið. Þetta kemur fram í glænýju viðtali við Sky Sports.

Í því viðtali segist Salah ekki þrá neitt heitar en að vinna titla á sínu síðasta tímabili með Liverpool og opnar sig um samningsviðræðurnar við félagið. Hann segir að samkomulag sé mjög langt frá því að vera í höfn.

„Ég vil gera eitthvað sérstakt fyrir borgina á mínu síðasta tímabili hjá félaginu," sagði Salah í miðju viðtali þegar hann talaði um hversu mikið hann þráir að vinna titla á næstu mánuðum. Fréttamaður Sky spurði hann út í ummælin.

„Það lítur út fyrir að þetta sé síðasta árið mitt hérna. Samkomulag er ekki nálægt því að vera í höfn, það eru engar framfarir í viðræðunum og ég get ekki annað gert en að bíða og sjá hvað gerist.

„Ég vil eiga ótrúlegt tímabil með Liverpool."

Athugasemdir
banner
banner