„Þetta var alvöru show" segir Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 3-2 sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 3 - 2 ÍA
Skagamenn byrjuðu töluvert sterkara komust tveimur mörkum yfir og virtust ætla að fara með auðveldan sigur af hólmi framan af en svo breytist eitthvað.
„Við byrjum hræðilega og vorum ekki félaginu eins og FH til sóma, voru ömurlegir fyrsta hálftímann en svo sýnum við karakter og mikilvægt að ná inn marki fyrir hálfleikinn þar sem við fórum yfir hlutina af yfirvegun og sýndum að við erum frábært fótboltalið," segir Kjartan Henry.
Erfitt var að sjá fyrir eftir 40 mínútna leik að FH ætti afturkvæmt í leikinn.
„Við fórum að gera hlutina sem við töluðum um að gera, við vissum hvernig leik við vorum að fá. Við fengum Skagann á blautann grasvöll í roki en það kom okkur á óvart hvernig við komum inn í leikinn en ég er hrikalega ánægður hvernig við breyttum því," segir Kjartan Henry.
FH er nú í 7. sæti, þó eru aðeins tvö stig í fallsæti en mögulega gerir liðið sér vonir um að ná upp í efri hlutann, þrjú stig skilja að FH og Fram í 6. sætinu.
„Að sjálfsögðu horfum við uppá við og lið eins og FH gerir það. Við ætlum að fá að njóta þessa sigurs sem var torsóttur og skemmtilegu og svo förum við yfir hlutina á morgun."
Heimir Guðjónsson og Dean Martin lentu í áflogum á hliðarlínunni og fengu báðir reisupassann í lok fyrri hálfleiks.
„Loksins er ég ekki þarna megin við borðið. Þetta eru gamlir refir og það eru forréttindi að fá að læra af svona reynslumiklum og frábærum þjálfara eins og Heimi. Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti og þetta er bara partur af leiknum, tilfinningar og Heimir fer upp í stúku en við sáum um þetta," segir Kjartan Henry að lokum.
Athugasemdir