Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 11. ágúst 2025 23:43
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekktur að tapa, töpuðum á móti öflugu KR liði í dag,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 tap á Meistaravöllum í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Afturelding

„KR-ingar herjuðu mikið á okkur og ég held það sé óhætt að segja að þeir hafi verðskuldað sigurinn miðað við færi og annað. Svekkjandi að komast yfir og ná ekki að fylgja því eftir, við fengum fínar stöður í fyrri hálfleik til að gera betur og fáum færi til að koma okkur í 2-0. Það vantaði upp á ákvarðanir, betri ákvarðanir þegar við vorum með opinn völl og svo að sama skapi þegar að KR kemst í 2-1 þá herjum við á þá, síðustu korter, tuttugu mínúturnar og á einhverjum degi hefði það dottið en það gerði það ekki í dag,“ hélt hann svo áfram. 

Með sína rösku kantmenn þá ætti það að henta Aftureldingu vel að spila á móti hárri línu KR. Var það eitthvað sem hefði mátt nýta betur?

„Já klárlega, og það er kannski það sem ég er að tala um í fyrri hálfleik að við vorum að fá ákveðnar stöður til að sækja hratt á þá og það vantaði kannski betri ákvarðanir í sendingum. Bíða aðeins lengur og velja réttu sendinguna og tímasetja hlaupin í samræmi við það, í báðum hálfleikunum hefðum við geta gert það betur, klárlega.“

Eftir úrslit kvöldsins situr Afturelding í fallsæti, hefur Maggi einhverjar áhyggjur af stöðunni?

„Nei. Það er rosalega mikið eftir af þessu móti og við höfum lent í því áður í sumar að vera komnir fyrir neðan strik og svo breytist það mjög fljótt. Níu leikir eftir, hörkuleikir og mikil trú á því sem við erum að gera. Þetta eru allt hörkuleikir sem við erum búnir að vera í að undanförnu þó að þrír af þeim hafi vissulega tapast þá hafa þetta allt verið hörkuleikir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner