„Ég met hana sem feikilega öfluga,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um frammistöðu sinna manna í 2-1 sigri gegn Aftureldingu á Meistaravöllum í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 2 - 1 Afturelding
„Frábærir, bæði sóknarlega og varnarlega, í 80 mínútur. Svo svona, eðlilega kannski eins og lið sem að er í þeirri stöðu sem við erum, að þá fóru menn ósjálfrátt að verja forystuna í staðinn fyrir að reyna að sækja fram á við en mér fannst við gera það mjög vel síðustu tíu mínúturnar, plús uppbót. Ég er bara mjög stoltur af liðinu og ánægður með leikinn,“ hélt hann svo áfram.
KR voru orðaðir við varnarmann á dögunum og aðspurður hvort að þeir hyggist sækja varnarmann fyrir gluggalok sagði hann:
„Það verður bara að koma í ljós en ég hef svo sem alltaf sagt það að við erum öllum stundum að skoða hvernig við getur styrkt liðið, bæði innan frá og utan frá. Hópurinn er hreyfanlegt afl og það verður bara að sjá hvort einhver laumi sér inn um dyrnar á KR heimilinu á næstu tveimur dögum. Það er nú ekki ennþá orðið ljóst hversu mikið sannleikskorn var í því.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.