Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   mán 03. febrúar 2025 17:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea kallar David Fofana til baka - Núna getur Felix farið
Chelsea hefur kallað framherjann David Datro Fofana til baka úr láni frá tyrkneska félaginu Göztepe.

Fofana glímir við hnémeiðsli og er ekki búist við því að hann spili aftur á tímabilinu.

Með því að kalla Fofana til baka úr láninu getur Chelsea lánað annan leikmann og er sagt að það sé portúgalski sóknarmaðurinn Joao Felix sem fer þá til AC Milan á Ítalíu.

Fofana er 22 ára Fílbeinsstrendingur sem Chelsea keypti frá Molde árið 2023. Hann var á láni hjá Burnley seinni hluta síðasta tímabils. Hjá Göztepe skoraði hann tvö mörk í níu leiknum.
Athugasemdir
banner
banner