Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 17:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea kallar David Fofana til baka - Núna getur Felix farið
Mynd: EPA
Chelsea hefur kallað framherjann David Datro Fofana til baka úr láni frá tyrkneska félaginu Göztepe.

Fofana glímir við hnémeiðsli og er ekki búist við því að hann spili aftur á tímabilinu.

Með því að kalla Fofana til baka úr láninu getur Chelsea lánað annan leikmann og er sagt að það sé portúgalski sóknarmaðurinn Joao Felix sem fer þá til AC Milan á Ítalíu.

Fofana er 22 ára Fílbeinsstrendingur sem Chelsea keypti frá Molde árið 2023. Hann var á láni hjá Burnley seinni hluta síðasta tímabils. Hjá Göztepe skoraði hann tvö mörk í níu leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner