Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 03. apríl 2021 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Sociedad bikarmeistari í tvær vikur
Sociedad er bikarmeistari.
Sociedad er bikarmeistari.
Mynd: Getty Images
Athletic 0 - 1 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('63 , víti)

Real Sociedad er spænskur bikarmeistari eftir sigur á Athletic Bilbao í úrslitaleiknum í kvöld.

Um var að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en hann fór fram í kvöld út af kórónuveiurfaraldrinum. Það var vonast til þess að fá áhorfendur á leikinn en það tókst ekki og var hann spilaður fyrir luktum dyrum í Seville.

Það var ekki mikið um færi í þessum leik og það var Sociedad sem fékk besta færi leiksins og nýtti sér það eftir rétt rúmlega klukkutíma leik. Það var vítaspyrna sem Mikel Oyarzabal skoraði úr.

Það reyndist eina mark leiksins og hafði Sociedad í þessari baráttu tveggja félaga frá Baskalandi. Þetta er í þriðja sinn sem Sociedad vinnur bikarinn, í fyrsta sinn frá 1987.

Sociedad mun ekki halda þessum titli lengi því næsti bikarúrslitaleikur fer fram eftir tvær vikur. Barcelona etur þá kappi við Athletic Bilbao sem tapaði í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner