Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Björg velur draumaliðið sitt - „Drottning háloftanna"
Lið Berglindar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Berglindar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Berglind Björg
Berglind Björg
Mynd: Le Havre
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er íslensk landsliðskona og leikmaður Le Havre í Frakklandi.

Hún er búin að velja liðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst á mrogun og til að vera með í fyrstu umferð þarf að vera búið að stafesta liðið klukkutíma fyrir leik, fyrir klukkan 17:00 á morgun!

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Berglind fer í 3-4-3 í fyrstu umferð deildarinnar. Liðið hennar heitir einfaldlega Champs, fleiri orð óþörf.

„Margar sem gerðu tilkall í byrjuanarliðið en ég ætla að byrja með þessar í fyrsta leik!" segir Berglind.

„Sandra verður eins og köttur á milli stanganna í sumar. Ásta Eir og Áslaug Munda eru að fara leggja upp helling af mörkum í sumar. Ásta skoraði síðast árið 2012 í Pepsí deildinni, þannig ég er viss um að hún skori í sumar. Arna Sif er búin að vera á eldi í Glasgow, hún er drottning háloftanna og mun hún skora nokkur úr föstum leikatriðum í sumar."

„Ég er spennt fyrir þessari miðju. Natasha, Mist, Magdalena og Agla María eru miðjumenn sem þú vilt helst ekkert mæta. Agla María skoraði svo þrennu á móti Val í æfingaleik fyrir mótið. Hún verður baneitruð fyrir framan markið í sumar."

„Svo eru sóknarmennirnir allar að fara skora 10+ á haus í sumar,"
sagði Berglind.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Sjá einnig:
Orri Rafn velur draumaliðið sitt
Anna Björk velur draumaliðið sitt
Guðný Árna velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner