banner
   mán 03. maí 2021 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Jón Dagur spilaði í tapi gegn FCK
Jón Dagur í leik með AGF
Jón Dagur í leik með AGF
Mynd: Getty Images
Danska liðið AGF tapaði fyrir FCK, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld en heimamenn komust þremur mörkum yfir í leiknum.

FCK skoraði þrjú mörk á fyrstu 33 mínútum leiksins en það var allt annað að sjá til AGF í þeim síðari.

Liðið minnkaði muninn á 57. mínútu með marki frá Kevin Diks og skoraði hann svo annað mark tíu mínútum síðar.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF en fór af velli á 87. mínútu.

FCK stendur aftur uppi sem sigurvegari gegn AGF en liðin mættust í deildinni í síðustu umferð þar sem FCK vann 2-1. FCK er í 3. sæti í meistarariðlinum með 48 stig en AGF í 4. sæti með 42 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner