Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir að Ghisolfi fer til Roma
Mynd: Getty Images
Jean-Pierre Rivére, forseti franska félagsins OGC Nice, er búinn að staðfesta að Florent Ghisolfi yfirgefur félagið til að ganga í raðir AS Roma á Ítalíu.

Ghisolfi starfar sem yfirmaður íþróttamála hjá Nice og var sterklega orðaður við starfið hjá Liverpool í vor.

Ghisolfi er 39 ára gamall og hefur unnið sér inn gott orðspor á skömmum tíma sem yfirmaður fótboltamála. Hann byrjaði hjá Lens 2019, skipti til Nice 2022 og er núna kominn til Roma.

Á tíma sínum hjá Lens fann Ghisolfi gríðarlega öfluga leikmenn afar ódýrt. Hann fékk Loic Bade og Jonathan Clauss frítt til félagsins og keypti Seko Fofana frá Udinese, en allir þessir leikmenn hafa verið seldir áfram fyrir gróða.

Tiago Pinto starfaði sem yfirmaður fótboltamála hjá Roma en var rekinn úr starfi 3. febrúar. Ghisolfi tekur við af honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner