Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 19. maí 2024 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög erfitt að þurfa að kyngja þessu en maður verður bara að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Það sást alveg strax að það væri ekki um neitt leikbrot að ræða," sagði Kristján en hann var búinn að horfa aftur á atvikið á myndbandinu þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Ég er búinn að horfa á þetta. Mér leið eins og flestum sem spiluðu með Stjörnunni í kvöld: Mjög illa."

„Fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins er alveg út úr korti. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn. Það var ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn. Okkur leið mjög vel með þetta og frammistaðan hjá liðinu var frábær. Það voru leikmenn í okkar lið sem voru ótrúlega góðar," sagði Kristján en það gerði þetta enn meira svekkjandi fyrir Stjörnuna að þær lentu 1-3 undir og komu til baka. Að tapa þessu svona svo.

Að úrslitin ráðist svona í mikilvægum bikarleik er alls ekki nógu gott.

„Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik. Einhverjum finnst þetta mjög gaman. Mér fannst heildarframmistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn. Því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið. Ég held að þetta sé allt í lagi. Ég held að ég verði ekki tekinn á teppið. Ég styð það sem verið er að gera að bæta umgjörðina og taka aðeins í lurginn á þjálfurum, en svona hlutir skemma mikið fyrir dómurum," sagði Kristján en hvernig mun ganga fyrir Stjörnuliðið að jafna sig á þessu?

„Það er stærsta verkefnið í þessari viku. Að vinna leikmennina aftur upp í orku. Það er ljóst að það verður verkefni. Þær eru mjög svekktar með þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner