Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   sun 19. maí 2024 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög erfitt að þurfa að kyngja þessu en maður verður bara að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Það sást alveg strax að það væri ekki um neitt leikbrot að ræða," sagði Kristján en hann var búinn að horfa aftur á atvikið á myndbandinu þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Ég er búinn að horfa á þetta. Mér leið eins og flestum sem spiluðu með Stjörnunni í kvöld: Mjög illa."

„Fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins er alveg út úr korti. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn. Það var ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn. Okkur leið mjög vel með þetta og frammistaðan hjá liðinu var frábær. Það voru leikmenn í okkar lið sem voru ótrúlega góðar," sagði Kristján en það gerði þetta enn meira svekkjandi fyrir Stjörnuna að þær lentu 1-3 undir og komu til baka. Að tapa þessu svona svo.

Að úrslitin ráðist svona í mikilvægum bikarleik er alls ekki nógu gott.

„Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik. Einhverjum finnst þetta mjög gaman. Mér fannst heildarframmistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn. Því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið. Ég held að þetta sé allt í lagi. Ég held að ég verði ekki tekinn á teppið. Ég styð það sem verið er að gera að bæta umgjörðina og taka aðeins í lurginn á þjálfurum, en svona hlutir skemma mikið fyrir dómurum," sagði Kristján en hvernig mun ganga fyrir Stjörnuliðið að jafna sig á þessu?

„Það er stærsta verkefnið í þessari viku. Að vinna leikmennina aftur upp í orku. Það er ljóst að það verður verkefni. Þær eru mjög svekktar með þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner