Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 19. maí 2024 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög erfitt að þurfa að kyngja þessu en maður verður bara að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Það sást alveg strax að það væri ekki um neitt leikbrot að ræða," sagði Kristján en hann var búinn að horfa aftur á atvikið á myndbandinu þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Ég er búinn að horfa á þetta. Mér leið eins og flestum sem spiluðu með Stjörnunni í kvöld: Mjög illa."

„Fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins er alveg út úr korti. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn. Það var ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn. Okkur leið mjög vel með þetta og frammistaðan hjá liðinu var frábær. Það voru leikmenn í okkar lið sem voru ótrúlega góðar," sagði Kristján en það gerði þetta enn meira svekkjandi fyrir Stjörnuna að þær lentu 1-3 undir og komu til baka. Að tapa þessu svona svo.

Að úrslitin ráðist svona í mikilvægum bikarleik er alls ekki nógu gott.

„Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik. Einhverjum finnst þetta mjög gaman. Mér fannst heildarframmistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn. Því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið. Ég held að þetta sé allt í lagi. Ég held að ég verði ekki tekinn á teppið. Ég styð það sem verið er að gera að bæta umgjörðina og taka aðeins í lurginn á þjálfurum, en svona hlutir skemma mikið fyrir dómurum," sagði Kristján en hvernig mun ganga fyrir Stjörnuliðið að jafna sig á þessu?

„Það er stærsta verkefnið í þessari viku. Að vinna leikmennina aftur upp í orku. Það er ljóst að það verður verkefni. Þær eru mjög svekktar með þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner