Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   fim 16. maí 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
MLS: Dagur Dan kom við sögu í jafntefli gegn Inter Miami
Nökkvi spilaði í tapi gegn Los Angeles
Mynd: Orlando City
Mynd: St. Louis City
MLS deildin er í fullu fjöri og fóru leikir fram í nótt þar sem Inter Miami gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Orlando City.

Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á bekknum hjá Orlando en var skipt inn á 79. mínútu og fékk hann að klára leikinn.

Lionel Messi og Redondo Solari voru ekki í hóp hjá Inter vegna meiðsla en Luis Suarez og Sergio Busquets byrjuðu leikinn og kom Jordi Alba inn af bekknum á 64. mínútu.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem heimamenn í Orlando áttu fleiri marktilraunir en boltinn rataði þó ekki í netið.

Inter er á toppinum í austurhluta MLS deildarinnar sem stendur, með 28 stig eftir 14 umferðir, en Orlando er í neðri hlutanum með 13 stig eftir 12 spilaða leiki.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom þá inn af bekknum í 0-2 tapi St. Louis City á heimavelli gegn Los Angeles FC.

Nökkvi kom inn á 79. mínútu en þá var St. Louis marki undir og manni færri þrátt fyrir að hafa sýnt þokkalega frammistöðu. Liðið klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik og skoraði mark sem var dæmt ógilt eftir nánari athugun í VAR herberginu.

Hugo Lloris varði mark Los Angeles og átti hann góðan leik. Los Angeles er í þriðja sæti vesturhluta MLS deildarinnar með 21 stig eftir 13 umferðir eftir þennan sigur, þar sem Denis Bouanga skoraði bæði mörk leiksins.

St. Louis er níunda sæti með 16 stig eftir 12 umferðir.

Orlando City 0 - 0 Inter Miami

St. Louis 0 - 2 Los Angeles

0-1 Denis Bouanga ('59)
0-2 Denis Bouanga ('95)
Rautt spjald: Anthony Markanich, St. Louis ('77)
Athugasemdir
banner
banner
banner