Sky Sports gaf leikmönnum einkunnir eftir leiki gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Manchester United og Chelsea unnu mikilvæga sigra gegn erfiðum andstæðingum.
Man Utd lagði Newcastle að velli á Old Trafford og var Bruno Fernandes besti leikmaður vallarins, með 8 í einkunn. Amad Diallo skoraði og lagði upp í sigrinum og fær hann einnig 8 í einkunn fyrir sinn þátt.
Lokatölur urðu 3-2, þar sem Anthony Gordon skoraði fyrir Newcastle og var afar líflegur. Hann er eini leikmaðurinn í liði gestanna sem fær áttu frá Sky.
Martin Dubravka, Kieran Trippier og Dan Burn voru taldir slakastir á vellinum með 5 í einkunn og þá fékk danski framherjinn Rasmus Höjlund 7 fyrir að koma inn af bekknum undir lokin og skora mínútu síðar.
Chelsea vann í Brighton og var Moises Caicedo, fyrrum leikmaður Brighton, valinn sem besti leikmaður vallarins með 7 í einkunn.
Flestir leikmenn í liði Chelsea fengu 7 í einkunn fyrir sinn þátt, en versti leikmaður vallarins var Reece James sem kom inn af bekknum eftir langa fjarveru vegna meiðsla og lét reka sig útaf með beint rautt spjald 20 mínútum síðar. Hann fær 3 í einkunn frá Sky.
Man Utd: Onana (7), Dalot (6), Casemiro (6), Evans (6), Wan-Bissaka (6), Mainoo (7), Amrabat (6), Fernandes (8), McTominay (6), Garnacho (6), Amad (8).
Varamenn: Hojlund (7), Martinez (6), Rashford (6)
Newcastle: Dubravka (5), Trippier (5), Krafth (6), Burn (5), Hall (6), Longstaff (6), Bruno Guimaraes (7), Anderson (6), J Murphy (7), Isak (6), Gordon (8).
Varamenn: Joelinton (6), Almiron (6), Schar (6), Barnes (6).
Brighton: Verbruggen (6), Lamptey (6), Webster (6), Dunk (6), Igor (6), Gross (7), Gilmour (7), Buonanotte (6), Enciso (6), Adingra (7), Joao Pedro (7).
Varamenn: Barco (7), Baleba (6), Welbeck (7), Fati (6), Offiah (6).
Chelsea: Petrovic (6); Gusto (7), Chalobah (6), Badiashile (6), Cucurella (7); Caicedo (7), Gallagher (7), Palmer (7); Madueke (6), Jackson (7), Mudryk (6)
Varamenn: Nkunku (7), James (3), Sterling (6), Thiago Silva (6)
Athugasemdir