Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins fara á fullt flug.
Þar má finna afar áhugaverða slagi og hefst veislan í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Skagamönnum.
Grindavík spilar svo við ríkjandi meistara Víkings R. í Safamýrinni á meðan Fylkir og HK eigast við í Árbæ.
Stjarnan og KR eigast að lokum við í æsispennandi Bestudeildarslag í Garðabænum þar sem ekkert verður gefið eftir.
Þá eru einnig leikir á dagskrá í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna.
Mjólkurbikar karla
18:15 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
19:15 Grindavík-Víkingur R. (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
19:15 Fylkir-HK (Würth völlurinn)
19:30 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
2. deild kvenna
20:00 Smári-KR (Fagrilundur - gervigras)
3. deild karla
19:45 Augnablik-KFK (Fífan)
4. deild karla
19:15 Hamar-Árborg (Grýluvöllur)
19:15 KH-RB (Valsvöllur)
20:00 Kría-Ýmir (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir