Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mið 15. maí 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KÁ skoraði þrjú gegn Skallagrími
Kristján Ómar Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld, en hann er fæddur árið 1980.
Kristján Ómar Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld, en hann er fæddur árið 1980.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
KÁ 3 - 0 Skallagrímur
1-0 Kristján Ómar Björnsson ('37 )
2-0 Ágúst Jens Birgisson ('43 )
3-0 Bjarki Sigurjónsson ('94 )

KÁ tók á móti Skallagrími í eina leik kvöldsins í 4. deildinni og komust heimamenn í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks.

Kristján Ómar Björnsson og Ágúst Jens Birgisson skoruðu sitthvort markið á Ásvöllum áður en flautað var til leikhlés.

Hvorugu liði tókst að skora í síðari hálfleik fyrr en Bjarki Sigurjónsson setti boltann í netið seint í uppbótartíma til að gulltryggja góðan sigur KÁ.

KÁ er með þrjú stig eftir tvær umferðir en þetta var fyrsti leikur Skallagríms í deildarkeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner