Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   mið 15. maí 2024 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu rosalegt aukaspyrnumark Bjarna - „Ertu að grínast? Þetta eru alvöru gæði!"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Aðalsteinsson skoraði þriðja mark KA og síðasta mark leiksins í 3-1 endurkomusigri KA gegn Vestra í Mjólkurbikarnum í kvöld.

Bjarni skoraði með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Það sást þegar Bjarni sparkaði í boltann að hann væri á leiðinni beint í netið.

Þeir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, og Birgir Baldvinsson, liðsfélagi Bjarna, voru spurðir út í markið í viðtölum eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

„Þetta minnti mig svolítið á HK í bikarnum í fyrra, alveg eins. Þá fiskaði ég aukaspyrnu og Bjarni skoraði. Ég eiginlega vissi þegar ég fiskaði þessa að Bjarni væri að fara setjann þegar hann stillti boltanum upp. Bjarni er búinn að gera þetta svo oft á æfingasvæðinu að ég er eiginlega ekkert hissa á því að þetta hafi farið inn," sagði Biggi.

Þetta er alvöru spyrnufótur, sagði undirritaður. „Já, ertu að grínast? Þetta eru alvöru gæði!" sagði Biggi.

„Frábært mark hjá Bjarna. Við vitum að Bjarni getur þetta, hefur skorað úr mörgum aukaspyrnum, bæði á tímabilum og undirbúningstímabilum. Þannig það kom svo sem engum á óvart," sagði Haddi.


Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Athugasemdir
banner