Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
„Djuric is back"
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Davíð Smári: Alveg sorglega léleg blaðamennska
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
   mið 15. maí 2024 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Gunnar Magnús Jónsson.
Gunnar Magnús Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir er með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina.
Fylkir er með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við töpuðum leiknum en ég er ógeðslega stoltur af stelpunum mínum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-2 tap gegn Breiðabliki í Bestudeild kvenna í kvöld.

„Þær voru frábærar í dag, vinnusemi, dugnaður og við gerðum það vel sem við lögðum upp með. Við lokuðum vel á Blikana og þær voru ekki að fá nein opin færi. Þær skora eftir fyrirgjöf og annað eftir ódýrt víti. Við fengum færi, skot í slá og nokkur góð færi."

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 Breiðablik

Fylkisliðið varðist vel lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark rétt fyrir leikhlé.

„Að fá mark á sig í lok hálfleiksins er súrt. Maður var farinn að undirbúa sig inn í hálfleikinn með jafnteflisstöðu en mörk geta komið hvenær sem er. Það var fúlt."

„Við gerðum okkur grein fyrir því að við vorum að fara að spila gegn besta liði landsins í dag og við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að verjast mikið. Það voru ákveðin augnablik sem við ætluðum að nýta okkur en það vantaði að klára færin á síðasta þriðjungi. Mér fannst við fá opnari færin í þessum leik."

Það var smá hiti á bekknum í seinni hálfleik. Gunnar fékk sjálfur gult spjald og fékk liðsstjórinn rautt.

„Það var í kjölfarið á þessum vítaspyrnudómi sem við vorum ósátt með. Í fyrsta lagi fengu þær horn sem við töldum að þær ættu ekki að fá og svo er kraðak inn í teig og boltinn hrekkur í höndina á okkar leikmanni. Mér skilst að hún hafi haldið höndinni upp að líkamanum. Hann ákveður að dæma vítaspyrnu. Það eru smá tilfinningar í því sem er eðlilegt. Við vorum ekki sátt. Ég fékk gult fyrir að kalla eitthvað og svo fékk liðsstjórinn rautt fyrir litlar sakir. Hann má ekki segja neitt á bekknum. Það var smá hiti," sagði Gunnar Magnús.

Fylkir er með fimm stig eftir fyrstu fimm leikina.

„Við erum nokkuð sátt við byrjunina á tímabilinu. Auðvitað værum við til í að stigin væru fleiri en með svona vinnusemi, dugnaði og ef við bætum okkur í að setja mörkin þá er ég hvergi banginn," sagði Gunnar að loum.
Athugasemdir
banner
banner
banner